Friday, August 25, 2006

Fyrsti skóladagurinn

Í dag byrjaði ég í skóla. Ó, en hvað það var gaman. Við lituðum bara, næstum því. Samt var ógeðslega skemmtilegt að leika við vinkonur mínar. Besta vinkona mín var þarna, hún heitir Jónína. Ég kann símanúmerið til pabba, en ég ætla ekki að segja ykkur það, ég er nefnilega svo stór stelpa, en samt kann ég ekki alla stafina. Ég læri þá í skólanum. Það er þess vegna sem ég er í skólanum, til að læra að lesa og skrifa. Ég er 6 ára og þá er ég stór stelpa.

Ég ætla að segja ykkur brandara, en hann er svona
"Veist þú af hverju Hafnfirðingar standa alltaf úti á svölum þegar það eru þrumur og eldingar? Það er vegna þess að þeir halda að Guð sé að taka mynd af þeim"
HA HA HA HA HA HA
Það er bara gaman að vera stór stelpa. Ég vona að ykkur hlakki líka til að verða stór. Sumir sem eru orðnir stórir, finnst það örugglega líka. Allavegana fyrsta daginn.

Kennarinn minn heitir Bryndís. Skólinn minn heitir Austurbæjarskóli og hann er geggjað skemmtilegur, skemmtilegri en ég hélt og það vildi ég að ég þekkti alla í þessum skóla. Ég hef séð hrekkjusvín í þessum skóla. Ég sá að þeir voru að kasta steinum.

Litli bróðir minn er búinn að stækka meira en hausinn á sér. Auðunn Páll verður örugglega stærri en ég og sterkari, en þau sem þekkja mig gefa mér bara nornagjafir. Líka smá prinsessugjafir og Barbiedót og kannski líka skóladót. Ég elska pabba minn mjög mikið og mömmu og Auðunn Páll og líka stjúpmömmu, því það er nefnilega fjölskylda mín, en Auðunn Páll er krúttlegastur.

Monday, August 21, 2006

Útskrifuð úr leikskólanum

Ég hætti í leikskólanum fyrir 3 dögum síðan. Ég fékk óskastein, sem er grænn á litinn og útskriftabók fékk ég og disk með myndum. Ég hlakkaði til að hætta í leikskólanum mínum en ég var búin að vera þarna í 4 ár og mér leið vel þar.

Á laugardaginn var menningarnótt. Ég var í mömmu húsi og við fórum að búa til tröllahljóðfæri.

Í dag fór ég í nornabúðina. Þar fékk ég töfrakuðung, sem við settum á leynistað, en ég vil ekki segja hvar hann er. Töfrakuðungurinn virkar þannig að foreldrar mínir verða skemmtilegri.

núna er nóg í bili.

Wednesday, August 16, 2006

Til hamingju Katja Marie

Frænka mín á afmæli í dag og ég vona að hún skemmti sér vel. Hún heitir Katja og er orðin 6 ára í dag og var 5 ára í gær. Í gær hlakkaði hún örugglega til afmælisins síns. Stóra systir hennar heitir Ylfa. Núna er ég búin í bili.
Bless kæru vinir
Elva