Tuesday, November 07, 2006

Útlandaferð

Á fimmtudaginn var, árið 2006, 2. nóvember fórum við til Amsterdam og svo til Brussel. Þar gerðist svolítið. Ég var að borða fiðrildasleikjó, þá beit ég óvart með einni tönn og hún losnaði. Ég og pabbi fórum í dýragarð. Þar var margt að sjá, við sáum ljón og fíla og gíraffa. Við sáum alls konar dýr meira að segja líka fiska. Við sáum styttu, vitiði hvað hún heitir? Hún heitir Mannikon Pis. Nú skal ég segja ykkur meira frá ferðinni. Það var sko gaman. En úti í útlöndum gerðum við ýmislegt. Ég fékk flottasta playmodótið sem ég hef séð. Ég keypti það með mínum eigin seðlum. Með tveimur seðlum sem voru fimmur, og einni tíu. Við fórum í göngutúr í skóginum. Við sáum geitur og suma á hestbaki. Ég fór með pabba, Heiðrúnu og Auðunni Páli.

Ég fer alltaf að sofa kl níu. Svo vakna ég kl átta, þá fer ég að undirbúa mig að fara í skólann.