Sunday, October 08, 2006

Þriðja tönnin mín

Í dag missti ég tönnina mína, hún var rosalega laus og ég gat varla borðað morgunmatinn minn. Ég er svo stolt af mér. Þetta er þriðja tönnin sem ég missi og núna var það önnur framtönnin. Hún var uppi og mér fannst svo gaman að hafa hana lausa. Ég vissi ekki fyrr en hún var bara dottin. Ég fann ekkert til og það var ekkert blóð. Kannski missir þú einhverntíma tönn

Saturday, October 07, 2006

Brandarakvöld

Í gær var brandarakvöld hjá mér og það var svaaaaaka mikið fjör hjá mér !!!!!!!!
Við fengum gúllassúpu í matinn, og við eigum brandarana í skál, vegna þess að Fanný frænka mín prentaði þá út og braut þá saman og setti þá í poka og kom með heim til mín.

Við fengum okkur líka snakk og það er næstum búið út af því að öllum fannst það svo gott.

Bestu brandararnir voru svona:
Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska og einu sinni þegar hún var í baði þá stakk hundurinn, Nýjasta tíska af. Hún var í baði og hljóp út allsber og kallaði "Nýjasta tíska, Nýjasta tíska, Nýjasta tíska" og hundurinn kom til hennar. Næsta dag þegar hún fór út sá hún að allir voru allsberir !

Hinn brandarinn er svona:
Kennarinn spurði Sigga hvort han nvildi læra nokkur orð fyrir morgundaginn. Siggi var snillingurinn í bekknum svo hann svaraði játandi. Eftir skóla spurði hann pabba sing hvort hann kunne einhver orð en pabbi hans sagði:
"Þegiðu strákur, sérðu ekki að ég er að lesa blaðið"

Þá spurði hann mömmu sína og hún sagði: " Ekki núna, kannski seinna". Síðan fór hann upp til bróður síns en hann sagði: "Það er drulludeli í dyrunum" síðan fór hann til litlu systur sinnar og hún sagði bara "súperman"

Daginn eftir í skólanum spurði kennarinn hvað hann hefði lært. Siggi svaraði "Þegiðu strákur, sérðu ekki að ég er að lesa blaðið" Á ég að sækja skólastjórann? sagði þá kennarinn reiður. "Ekki núna, kannski seinna". Þá birtist skólastjórinn í dyrunum. "Það er drulludeli í dyrunum" sagði Siggi.

Þykistu vera eitthvað sagði skólastjórinn önugur. "Súperman", svaraði þá Siggi