Monday, December 11, 2006

11 dagar þangað til að ég fer til Danmerkur

22. þá gerist svolítið spennandi. Þá fer ég til útlanda og gettu hvert ég fer, ég fer til afa míns og ömmu sem búa úti í Álaborg sem er í Danmörku. Það er borg sem er mjög mjög skemmtilegar. Þar eru göngugötur. Það eru eins og venjulegar götur, nema að þær eru bara gangstéttar.

Ég mun sakna allra sem ég þekki hér á Íslandi, líka Íslands. Það er líka svo margt skemmtilegt á Íslandi. Til dæmis eru fjöll á Íslandi en engin fjöll í Danmörku. Það er svolítið leiðinlegt, en það eru fleiri skógar í Danmörku en á Íslandi.

Í dag setti ég skóinn minn út í glugga. Ég gerði reyndar svolítið skemmtilegt. Það skemmtilega var að ég á lítinn bróður sem er 6 mánaða í dag og ég setti skóinn hans út í glugga og ég vona að jólasveinninn gefi litla bróður mínum eitthvað í skóinn.

4 Comments:

At 1:20 PM, Blogger Fanny said...

Sæl elsku frænka.
Mikið verður gaman hjá þér í Danmörku. Það er allt í lagi að það séu ekki fjöll í Danmörku, þá koma bara danirnir til okkar og sjá okkar fjöll ;)

Til hamingju með 6 mánaðar afmæli Auðuns ;)

Ástar og saknarkveðja
Fanný frænka

 
At 11:59 PM, Blogger Vigdís said...

Blessuð og sæl Elva.
Mikið er nú orðið langt síðan ég sá þig síðast.
Hlakka til að hitta þig um helgina.

 
At 3:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Sæl elsku Elva mín: Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla: Já núna ertu búin að vera í Danmörku og það hefur nú verið gaman , svo ertu komin heim og ekkert fréttist um það hér æææææææ.Hlakka til að sjá þig stelpan mín þúsund kossar Gunna frænka.

 
At 2:53 PM, Anonymous Anonymous said...

Sæl elsku frænka. Hlakka til að lesa meira þegar þú skrifar næst.
Takk fyrir að hjálpa mér í afmælisveislunni minni yndislegust.

Fanný frænka

 

Post a Comment

<< Home