Monday, September 24, 2007

Londonferðin

Nú ætla ég að segja ykkur frá Londonferðinni minni.
Fyrsta daginn þá fórum við frá Heathrow í neðanjarðarlest. Næst fórum við í leigubíl. Bílstjórinn sat hinu megin en við erum vön. Það var alveg stórkostlegt hótel og við vorum svo uppgefin að við fengum hótelkonuna til að gefa okkur kex og djús. Svo fórum við beinustu leið í háttinn.
Næsta dag fórum við í British museum og sáum múmíur og peningasafnið þar og þar mátti maður snerta alls konar hluti. Þar var handklæði sem var notað sem peningur í gamla daga. Svo fór ég og pabbi í búðina þar. Þar keyptum við risastóran súkkulaðigullpening og pabbi keypti litla silfurpeninga sem voru með kínverskum stöfum á. Svo fórum við á kaffihús í London, hehe. Í gamalli götu var það. Mér fannst ógeðsleg fýla í því. Þess vegna tók það mig langan tíma að velja mér hvað ég ætti að fá, en loksins valdi ég mér mozarellasalat og muffin. Ég spurði Heiðrúnu hvort henni langaði að kaupa múmíubox sem var í einni búð, úr ekta gulli. Þá fórum við heim á hótelið aftur. Svo löbbuðum við bara um miðborgina og vorum að skoða. Við fórum niður að ánni. Þar var kaffihús sem var skip. Mjög huggulegt. Þar komu skoðunarferðaskip. Þar var eitt kurteist skip sem veifaði okkur. Um kvöldið fórum við í grillveislu. Við fórum til gamals vinar hennar Heiðrúnar. Það var fullt af ungabörnum með og ég var alein stærst af krökkunum. Svo fórum við bara heim og að sofa.
Næsta dag vöknuðum við og fengum okkur bröns. Ég fékk mér crossaint og ristað brauð með sultu. Svo fórum við í tveggja hæða strætó. Það var sko gaman. Við sáum höllina, London eye, ólétta styttu og einhverja veislu, styttu af ljóni. Við sáum göngubrú sem mátti bara fara undir og styttu af engli. Svo fórum við til baka eftir að hafa fengið okkur pizzu. Um kvöldið fórum við á veitingahús í London. Það var maður sem sagði að þetta væri bara rétt hjá, en það var samt mjög langt, við löbbuðum og löbbuðum. Ég fékk mér svínarif og litli bróðir minn stal einu sem ég var búinn að naga af og fór að borða af einu og tók svo servíettu og þurrkaði sér á henni. Við tókum við leigubíl heim, alveg uppgefin.
Næsta dag vöknuðum við eldsnemma. Þá fórum við aftur niður í bæ í stærstu leikfangabúð í London. Þar voru heilar fimm hæðir og ein sér stelpudeild og build a bear búð. Hún var svo stór að það þurfti næstum heilan dag þar. Svo fórum við í bláan leigubíl. Ég hef aldrei lent í leigubíl sem þurfti að stoppa að fá sér bensín. Svo héldum við áfram á Heathrow og þaðan heim.
ENDIR