Monday, August 21, 2006

Útskrifuð úr leikskólanum

Ég hætti í leikskólanum fyrir 3 dögum síðan. Ég fékk óskastein, sem er grænn á litinn og útskriftabók fékk ég og disk með myndum. Ég hlakkaði til að hætta í leikskólanum mínum en ég var búin að vera þarna í 4 ár og mér leið vel þar.

Á laugardaginn var menningarnótt. Ég var í mömmu húsi og við fórum að búa til tröllahljóðfæri.

Í dag fór ég í nornabúðina. Þar fékk ég töfrakuðung, sem við settum á leynistað, en ég vil ekki segja hvar hann er. Töfrakuðungurinn virkar þannig að foreldrar mínir verða skemmtilegri.

núna er nóg í bili.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home