Saturday, February 16, 2008

Í Danmörku

Í Danmörku, í Álaborg, var ég um jólin hjá veiku ömmu minni. Mamma var mest að sinna henni en ég var mest í tölvunni með Önnu frænku minni. Einu sinni þegar við vorum í tölvunni kom mamma hlaupandi upp grátandi og sagði að amma mín væri dáin og mamma hennar Önnu frænku minnar sem er bara níu ára.
En ég hitti afa minn tvisvar sinnum með Önnu og keypti málningardót og ég málaði mjög mikið. Þá meina ég flott. Anna gerði mjög flott líka og bróðir hennar á kærustu og hún er líka mjög góð að mála og við máluðum allan daginn. Síðan fórum við í bíó og sáum mynd sem hét töfrapressan/ fyrsta sinn í bíó í Danmörku.
Nú bráðum kemur afi minn til Íslands. Fyrrverandi maður ömmu minnar. Síðan fór ég í jarðarförina hjá ömmu og það voru blóm í röð og fyllti allan ganginn í kirkjunni. Samt var það ekki svo mikið að maður gæti ekki gengið um ganginn. Þetta var sama kirkja sem ég var skírð í. Við völdum pláss fyrir ömmu þar sem við gátum séð heimilið sitt. Hún flýgur örugglega marga hringi í kringum Ísland og Danmörku.
Síðan fór ég heim. Var ég ekki búin að segja ykkur að ég flaug alein og það var spænsk kona við hliðina á mér og hún sýndi mér bók með myndum frá Spáni. Ég sýndi henni passann minn og hún sýndi mér passann sinn og myndir af börnunum sínum. Ég fékk ekki mikla þjónustu, ég bað bara um eitt vatnsglas.
Svo hitti ég mömmu og við fórum á Burger king. Ég borðaði nagga og franskar með majonesi. Mjög gott. Síðan þegar ég var hjá afa mínum í annað skipti fengum við pönnukökur með sykri og sultu. Svo fórum við í fjársjóðsleik. Hann er snillingur í honum.
Nú ætla ég að segja ykkur í hvaða leik ég fór mest í með Önnu frænku. Það var sims 2 og svo var einhver bílaleikur og einhver leikskólaleikur. Þeir voru mjög skemmtilegir og við bjuggum til simsfjölskyldu sem var með fjórum börnum. Síðan bjuggum við til eina fjölskyldu sem var Barbie fjölskyldu, þar sem mamman hét Barbie og pabbinn Kenn, alveg eins og í Barbie. Þau áttu eina stelpu sem ég man ekki hvað hét. Síðan fórum við skrítið hús í sims þar sem voru þrír hommar og einn homminn var óléttur! Anna kunni leyniorð sem gaf henni 900 milljónir og við vorum svo gráðugar að eftir nokkra klukkutíma áttum við bara fjórar milljónir eftir.
Ég fór auðvitað með mömmu minni heim og Davíð vini mömmu minnar. Þegar við komum heim, sofnaði ég í bílnum vaknaði heima og fór að leika.
Daginn eftir fór ég auðvitað til pabba. Auðunn var hálf smeykur við mig þegar hann sótti mig. Mér fannst hann vera að hugsa "Hvar ertu búin að vera, systa?" og horfði á mig með mjög ljótu augnaráði. Hann er auðvitað löngu búinn að jafna sig, þessi litli kútur.