Saturday, June 03, 2006

Nú er ég komin með mína eigin heimasíðu


Mér finnst gaman að hafa þessa heimasíðu. Ég vona að þér finnist hún skemmtileg. Ég er að bíða eftir því að verða stóra systir, sem ég hlakka mjög mikið til.

Ég hef fengið heilahristing, gert grænan kúk og svartan kúk og bráðum fer ég til Danmerkur.

Mér finnst gaman að leika mér.

Uppáhalds maturinn minn er kjötsúpa.

Ég á fiskabúr með mörgum fiskum og ég elska fiskana.

5 Comments:

At 3:44 PM, Blogger Vigdís said...

Til hamingju með síðuna og litla bróður.

Kv. Vigdís

 
At 4:32 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta frænka mín.

Hér er einn brandari sem ég veit að okkur báðum finnst fyndinn ;)

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.

Muhahahahaha... hlakka til að sjá þig skutlan mín. Til hamingju með litla bróðir. Þú verður yndisleg stóra systir.

 
At 4:31 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Elva mín, til hamingju með síðuna þína, og til hamingju mað bróðir þinn hann Auðunn Pál það verður gaman fyrir þig að koma heim og kynnst honum.
Kveðja Amma

 
At 3:04 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Elva mús :-)
Til hamingju með Bloggsíðuna þína, húr er skemmtileg og ég hlakka til að sjá meira nýtt á henni. Kanski ættum við að setja fjölskyldumyndina sem þú teiknaðir handa mér, með lítilli stelpu, en svo kom bara strákur?! Hann hlýtur samt að verða fínn fyrst hann er bróðir þinn og frændi minn!
Ég hlakka líka til að hitta þig þegar þú kemur heim aftur frá Danmörku en þangað til- hafðu það gott og gaman!!
Knús og kram frá Stínu

 
At 3:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Elva mús :-)
Til hamingju með Bloggsíðuna þína, hún er skemmtileg og ég hlakka til að sjá meira nýtt á henni. Kanski ættum við að setja fjölskyldumyndina sem þú teiknaðir handa mér, með lítilli stelpu, en svo kom bara strákur?! Hann hlýtur samt að verða fínn fyrst hann er bróðir þinn og frændi minn!
Ég hlakka líka til að hitta þig þegar þú kemur heim aftur frá Danmörku en þangað til- hafðu það gott og gaman!!
Knús og kram frá Stínu

 

Post a Comment

<< Home