Heiðmerkurferð
Í gær vorum við úti í Heiðmörk að grilla með bestu vinum mínum sem heita Ylfa og Katja. Við lékum okkur saman mjög mikið og við fórum í pinkulítinn göngutúr aleinar. Geir bróðir þeirra fór í lengri göngutúr aleinn, villtist og þurfti að fá að hringja í pabba sinn úr síma frá einhverjum sem hann hitti.
Þetta var rosalega gaman, við fórum í kubb. Ég var í liði með pabba og við unnum ALLT, bæði konurnar og krakkana.

2 Comments:
Ég hlakka ótrúlega mikið til brandarakvöldsins okkar... ;)
Hæ elskan mín. Hlakka til að sjá þig...
Bestu kveðjur til þín besta frænka ;)
Post a Comment
<< Home